Fleiri fjölskyldustundir í garðinum

Eldstæðin frá Solo Stove eru þau vinsælustu í heimi – endingargóð og meðfærileg.

Leikum okkur í garðinum allt árið!

 

Vinsælustu eldstæði í heimi

Bylting í hönnun eldstæða.  Stílhrein hönnun, ryðfrítt stál.

Notaleg stund á pallinum

Eldstæðin henta sérlega vel á pallinn. Stílhrein og tímalaus hönnun sem sómir sér hvar sem er.

Mesa

Stilltu Mesa-eldstæðinu upp á útiborðinu og kvöldið verður ógleymanlegt! Mesa er minnsta eldstæðið, kjörið fyrir sykurpúðana í útilegunni. Það tekur enga stund að kveikja upp og má koma fyrir næstum hvar sem er. Eins og stærri eldstæðin er aðaláherslan í hönnuninni að draga eins og hægt er úr reyknum sem myndast við brunann. Standur og burðarpoki fylgja með – gríptu Mesa með þér í ferðalagið!

Ranger

Þetta eldstæði er tilvalið í útileguna því það er létt og meðfærilegt. En það nýtur sín líka vel í bakgarðinum. Helsti kosturinn við Ranger-eldstæðið er að það veitir yl án þess að reykur fylli vitin. Hönnun þess tekur fyrst og fremst mið af því auk þess sem eldiviðurinn verður að fínni ösku svo afar auðvelt er að hreinsa eldstæðið. Það jafnast fátt á við að sitja í góðra vina hópi við fallegan bálköst.

Bonfire

Hér er um að ræða vinsælasta eldstæðið frá Solo Stove, Bonfire. Það er hannað með það í huga að draga eins og hægt er úr reyknum og þar með brunalykt. Það er líklega ástæðan fyrir vinsældunum því það hefur tekist. Eldiviðurinn brennur vel svo auðvelt er að losa fína öskuna úr botninum. Þeir sem hafa prófað keppast við að lofa vöruna. Varðeldur hefur mikið aðdráttarafl – það skapast ljúfar minningar við fallegan bálköst.

Yukon

Fallegt eldstæði af stærri gerð. Stemningin sem myndast þegar fólk safnast saman við eldinn er ógleymanleg.

Bjarminn af logunum lýsir upp andlitin og eldurinn veitir yl í kroppinn. Eldstæðið er líka hannað þannig að reykur og lykt eru í lágmarki.

Þeir sem hafa prófað þreytast ekki á að lofsama gripinn.

Falleg og snjöll hönnun

Götunum er haganlega komið fyrir í tvöfaldri stálumgjörð. Þau soga loft inn í eldstæðið að neðanverðu og hleypa svo upphituðu súrefni upp á yfirborðið. Þannig myndast öflugur bruni sem gerir það að verkum að reykurinn er í lágmarki. Auk þess skemmir ekki fyrir að lítið er fyrir því haft að hreinsa eldstæðið því aðeins fíngerð aska situr eftir á botni þess.

Eldstæðin í myndum

Myndir af eldstæðunum í notkun