Heitu pottarnir eru nú komir í Composite Product þannig að notendur hafa nú val um að bæta við Fittingspakka, Hitastýringu, Ljósi, Nuddi, Loki og Fótum (ef kemur ekki þegar með) þegar verið er að panta pottinn á netinu.

Þetta ætti að vera til þæginda fyrir notendur að vita hvað er í boði og við tökum fram hverju við mælum með til að auðvelda þeim valið. Einnig er hægt að opna vörusíðurnar þegar búið er að velja til að skoða tiltekna vöru nánar (opnast í nýjum flipa).

Heildarverðið er nú alltaf birt „Frá“ á pottasíðum og í Netversluninni og þegar að vörur eru svo valdar uppfærist verðið um leið.

Ath. að eftir að vara hefur verið sett í körfuna er ekki hægt að breyta henni, þannig að notendur verða að henda henni úr körfunni og byrja aftur ef þeir ætla að breyta einhverju.