Bláskel
Bláskelin er fyrsti potturinn sem var framleiddur í Trefjum. Hann er sívinsæll og sígildur.
- Legubekkurinn, sætin og þrepið setja sterkan svip á pottinn.
- Bláskelin er pottur sem alltaf stendur fyrir sínu.
- Potturinn rúmar fleiri en sætin telja.
- Hægt er að velja úr öllum litum sem í boði eru.
- Það er auðvelt að smíða í kringum Bláskelina. Hún er með áföstum fótum sem gerir allan frágang þægilegan.
Stærð 2x2m
Rúmmál 1400 lítrar
6 manns
Veldu lit á pottinn
Settu saman pottinn þinn
Upplýsingar
Potturinn kemur einangraður og tilbúinn til tengingar, þ.e. komið er niðurfall, tenging fyrir inntak og tvö yfirföll.
Leiðbeiningar
Frekari upplýsingar um uppsetningu og góð ráð má finna á Leiðbeiningasíðunni. Þar er meðal annars að finna bækling sem þú færð afhentan með heita pottinum.
Aukahlutir
Bættu við aukahlutum til þess að laga pottinn að þínum þörfumHitastýring
Allir heitir pottar verða að hafa hitastýringu
Við bjóðum upp á þrjár gerðir af hitastýringum. Sjá Hitastýringar í netversluninni.
Vatnsnudd
Njóttu þess að láta nudda þig í heita pottinum
Bættu vatnsnuddi við pottinn og með einum takka er komið nudd beint í pottinn þegar þér hentar. Hægt er að velja um tvenns konar uppsetningu á nuddkerfi í alla potta frá okkur:
Fjögurra stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi
Sex stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi
Ljós
Þægileg lýsing á kvöldin
Ljós í pottinum er frábær viðbót. Það veitir fallega lýsingu þegar að farið er að rökkva. Í stað þess að vera með útiljósin kveikt er hægt að skapa notalega stemmningu þar sem ljósin eru innbyggð í pottinn.
Ljós fyrir pott
Einangrað lok
Létt og meðfærilegt
Lok
Verðu pottinn og verndaðu aðra
Gott er að geta lokað pottinum til að forðast að óhreinindi fjúki ofan í hann á meðan hann er að fylla sig eða þegar ekki er verið að nota hann.
Þegar börn eru að leik í kringum pottinn er kostur að geta lokað honum þannig að engin hætta sé á að smáfólkið detti ofan í hann. Ávallt er mikilvægt að sýna aðgát þar sem börn eru að leik og tryggja að potturinn sé ekki slysagildra.