Embla
Embla er hringlaga pottur sem fæst bæði úr trefjarplasti og akrýli.
Þvermál Emblu er 1,8 m. Hann rúmar því hæglega sex manns.
Hægt er að fá þessar skeljar með eða án klæðningar.
Klæðningin er úr lerki sem sómir sér hvar sem er. Hægt er að leyfa henni að grána eða bera á hana þann viðarlit sem óskað er eftir.
Með klæðningu er hann tilbúinn til notkunar eða Plug & Play eins og það er stundum kallað.
Hér er lögð áhersla á einfaldan frágang svo fljótlegt er að koma honum fyrir.

Stærð 1.8×1.8m

Rúmmál 1300 lítrar

6 manns
Settu saman pottinn þinn
Aukahlutir
Bættu við aukahlutum til þess að laga pottinn að þínum þörfumHitastýring
Allir heitir pottar verða að hafa hitastýringu
Við bjóðum upp á þrjár gerðir af hitastýringum. Sjá Hitastýringar í netversluninni.
Einangrað lok
Létt og meðfærilegt
Lok
Verðu pottinn og verndaðu aðra
Gott er að geta lokað pottinum til að forðast að óhreinindi fjúki ofan í hann á meðan hann er að fylla sig eða þegar ekki er verið að nota hann.
Þegar börn eru að leik í kringum pottinn er kostur að geta lokað honum þannig að engin hætta sé á að smáfólkið detti ofan í hann. Ávallt er mikilvægt að sýna aðgát þar sem börn eru að leik og tryggja að potturinn sé ekki slysagildra.
Ljós
Þægileg lýsing á kvöldin
Ljós í pottinum er frábær viðbót. Það veitir fallega lýsingu þegar að farið er að rökkva. Í stað þess að vera með útiljósin kveikt er hægt að skapa notalega stemmningu þar sem ljósin eru innbyggð í pottinn.
