Embla
Embla er hringlaga pottur úr akrýli og lögð áhersla á einfaldan frágang svo fljótlegt er að koma honum fyrir.
Þvermál Emblu er 1,8 m. Hann rúmar því hæglega sex manns.
Potturinn kemur ”plug&play” – tilbúinn til notkunar – með lerkiklæðningu sem er ómeðhöndlað lerki sem má grána eða hægt að meðhöndla að vild.
Stærð 1.8×1.8m
Rúmmál 1300 lítrar
6 manns
Settu saman pottinn þinn
Aukahlutir
Bættu við aukahlutum til þess að laga pottinn að þínum þörfumHitastýring
Allir heitir pottar verða að hafa hitastýringu
Við bjóðum upp á þrjár gerðir af hitastýringum. Sjá Hitastýringar í netversluninni.
Einangrað lok
Létt og meðfærilegt
Lok
Verðu pottinn og verndaðu aðra
Gott er að geta lokað pottinum til að forðast að óhreinindi fjúki ofan í hann á meðan hann er að fylla sig eða þegar ekki er verið að nota hann.
Þegar börn eru að leik í kringum pottinn er kostur að geta lokað honum þannig að engin hætta sé á að smáfólkið detti ofan í hann. Ávallt er mikilvægt að sýna aðgát þar sem börn eru að leik og tryggja að potturinn sé ekki slysagildra.