Rafhitaðir pottar


Við smíði rafhitaðra potta í Trefjum er lögð áhersla á að potturinn og sá búnaður sem honum fylgir sé í senn einfaldur og traustur. 

Rafhituðu pottarnir eru seldir með viðarklæðningu og einangruðu loki.

Rafhitaðir pottar koma með: Sjálfvirkum hitastilli, Cartirage filter hreinsibúnaði með pappasíum, Ozon bakteríueyði, hljóðlátri hringrásardælu (0,18kw).

  • Hitaelementið í pottinum er úr  títaníum sem tryggir lengri endingu, þolir betur klór, salt og önnur hreinsiefni.
  • Stjórnbúnaður fyrir hitastýringuna er með Wifi tengingu og appi
  • Hitarinn er 4,5 kW
  • Mikið er lagt upp úr því að allir varahlutir í pottana séu fáanlegir í Trefjum. Auk þess að veita þjónustu sem tengist pottunum um ókomna framtíð.
  • Við tökum jafnframt að okkur sérsmíði rafhitaðra potta ef áhugi er fyrir skel af annarri tegund.

 

size
Stærð 2x2m
volume
Rúmmál 1250 lítrar
people
7 manns

Settu saman pottinn þinn

Litur
Hitaelement
Nudd
Kúluloki
Kemur með handstýrðum kúloka 50mm, hægt að uppfæra í rafstýrðan
Ljós
Lok
Athugið að afgreiðslutími er 6-8 vikur (nema að potturinn sé til á lager)

Upplýsingar

Potturinn kemur einangraður og tilbúinn til tengingar, þ.e. komið er niðurfall, tenging fyrir inntak og tvö yfirföll.

Leiðbeiningar

Frekari upplýsingar um uppsetningu og góð ráð má finna á Leiðbeiningasíðunni. Þar er meðal annars að finna bækling sem þú færð afhentan með heita pottinum.

Myndasafn

Aukahlutir

Bættu við aukahlutum til þess að laga pottinn að þínum þörfum

Vatnsnudd

Njóttu þess að láta nudda þig í heita pottinum

Bættu vatnsnuddi við pottinn og með einum takka er komið nudd beint í pottinn þegar þér hentar. Hægt er að velja um tvenns konar uppsetningu á nuddkerfi í alla potta frá okkur:
Fjögurra stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi
Sex stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi

Einangrað lok

Létt og meðfærilegt

Lok

Verðu pottinn og verndaðu aðra

Gott er að geta lokað pottinum til að forðast að óhreinindi fjúki ofan í hann á meðan hann er að fylla sig eða þegar ekki er verið að nota hann.
Þegar börn eru að leik í kringum pottinn er kostur að geta lokað honum þannig að engin hætta sé á að smáfólkið detti ofan í hann. Ávallt er mikilvægt að sýna aðgát þar sem börn eru að leik og tryggja að potturinn sé ekki slysagildra.