Sindraskel


Sindraskel er nýr pottur af stærstu gerð. Eftir ótal fyrirspurnir frá fólki í ferðaþjónustunni og á sundstöðum var ákveðið að hanna pott með þarfir þess í huga. Sindraskel sker sig úr að því leyti að form hans er kantað.

Þessi nútímalegi pottur rúmar 12-14 manns, er hæfilega djúpur og með nægu fótaplássi. Vinahópurinn gæti átt góðar stundir í þessum. Svo er skemmtilegt að stökkva út í með miklu skvapi!

Hentugur fyrir:

  • Ferðaþjónustu
  • Sundstaði (sem heitur pottur eða kaldur)
  • Líkamsræktarstöðvar
  • Orlofshús félagasamtaka eða fyrirtækja
  • Stórar fjölskyldur
  • Vinahópinn
  • Saumaklúbbinn

Yfirfallsrenna
Sindraskel er hægt að fá með yfirfallsrennu þannig að vatnið flæðir yfir brúnina og skapa svokallað „infinity-look“.

 

size
Stærð 3.06m x 2.46m
(3.45m x 2.85m
með yfirfallsrennu)
volume
Rúmmál 4000 lítrar
people
12-15 manns

Settu saman pottinn þinn

Litur
Yfirfallsrenna
Fittingspakki
Við mælum með Fittingspakka 2
Hitastýring
Við mælum með sjálfvirkri hitastýringu
Ljós
Nudd
Fætur
Lok
Athugið að afgreiðslutími er allt að tvær vikur (nema að potturinn sé til á lager)

Upplýsingar

Potturinn kemur einangraður og tilbúinn til tengingar, þ.e. komið er niðurfall, tenging fyrir inntak og tvö yfirföll.

Leiðbeiningar

Frekari upplýsingar um uppsetningu og góð ráð má finna á Leiðbeiningasíðunni. Þar er meðal annars að finna bækling sem þú færð afhentan með heita pottinum.

Teikningar af Sindraskel

Teikningar af Sindraskel með yfirfallsrennu

Myndasafn

Aukahlutir

Bættu við aukahlutum til þess að laga pottinn að þínum þörfum

Hitastýring

Allir heitir pottar verða að hafa hitastýringu

Við bjóðum upp á þrjár gerðir af hitastýringum. Sjá Hitastýringar í netversluninni.

Vatnsnudd

Njóttu þess að láta nudda þig í heita pottinum

Bættu vatnsnuddi við pottinn og með einum takka er komið nudd beint í pottinn þegar þér hentar. Hægt er að velja um tvenns konar uppsetningu á nuddkerfi í alla potta frá okkur:
Fjögurra stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi
Sex stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi

Ljós

Þægileg lýsing á kvöldin

Ljós í pottinum er frábær viðbót. Það veitir fallega lýsingu þegar að farið er að rökkva. Í stað þess að vera með útiljósin kveikt er hægt að skapa notalega stemmningu þar sem ljósin eru innbyggð í pottinn.

Ljós fyrir pott