Sauna í garðinn

Samsett og tilbúin til notkunar

Hitari, inni- og útlilýsing fylgja með

Vandaðir gufuklefar

Skoðaðu úrvalið hérna fyrir neðan

Sælugufa er vönduð tunna á góðu verði. Sauna þessi kemur samsett, 9 kw hitari er innifalin í verðinu og lýsing að innan og utan fylgir með. Þegar saunuklefanum hefur verið komið fyrir á sléttu undirlagi er hann tilbúinn til notkunar! Lögun saunuhússins gerir það að verkum hitinn er jafn og góður og það tekur stutta stund að hita húsið upp.

kr. 1.167.000 m. vsk

Eins og nafnið gefur til kynna er áherslan í hönnun þessarar saunu á stóra útsýnisglugga svo það virðist vítt til veggja inni í saunuklefanum. Gufubaðið verður sérlega notalegt því hér er mikið lagt upp úr fallegri lýsingu. Hún er innifalin í verði sem og 10,8 kW hitari. Saunan kemur samsett og tilbúin til notkunar.

kr. 2.968.000 m. vsk

Gufubað í garðinum er heilsubót af bestu gerð. Plássið nýtist mjög vel í þessu sánuhúsi því bekkirnir ná enda á milli og rúma hæglega sex fullorðna. Fallegir gluggar prýða gufuklefann svo hann er bjartur og notalegur. Mikið lagt upp úr að sánuklefinn sé viðhaldsléttur svo notaður er sérstaklega hitameðhöndlaður viður og klefinn allur byggður úr gegnheilu krosslímdu timbri. Garðagufa kemur samsett og tilbúin til notkunar með 10,5 kW hitara.

kr. 3.941.050 m. vsk

Þessi sauna er fyrir vandláta. Nútímaleg hönnun þar sem hugað er að hverju smáatriði. Klefinn er byggður úr gegnheilu krosslímdu timbri og klæddur með sérstökum hitameðhöndluðum við. Falleg baklýsing og útljós sem og kröftugur 11 kW Huum hitari með wifi-stýringu. Saunaklefinn kemur fullbúinn og samsettur. Inni í klefanum er notaður fallegur hitameðhöndlaður viður sem gerir hann sérlega endingargóðan. Reynslan hefur sýnt að Lúxusgufa þolir vel íslenskt veðurfar.

kr. 5.140.000 m. vsk

Heilsubót heima

Heilsubætandi áhrif saunu (sánu eða gufubaða) eru óumdeild

Lífsgæði

Við stígum út úr gufubaði endurnærð á sál og líkama

Hjartaheilsa

Aukið blóðstreymi ýtir undir slökun sem hjálpar við streitulosun sem aftur dregur úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum

Betri húð

Regluleg gufuböð stuðla að heilbrigðari húð

Verkjastilling

Gufuböð geta linað verki í liðum

Streitulosun

Aukið blóðstreymi ýtir undir slökun sem hjálpar við streitulosun

Verðið kemur á óvart

Hvaða stærð hentar þér og þínum?

Hægt að sérsmíða eftir máli