Arti sauna

Plássið nýtist mjög vel í þessu sánuhúsi því bekkirnir ná enda á milli og rúmar hæglega sex fullorðna með góðum útsýnisgluggum.

Arti sauna

Fullbúinn nútímalegur sauna-klefi sem er auðvelt að koma fyrir utandyra. Í allan klefann er notaður sérstakur hitameðhöndlaður viður sem gerir klefann viðhaldsléttan, með þessari aðferð nást fram ýmsir eftirsóknarverðir  eiginleikar. Hitameðhöndlunin er gerð án allra skaðlegra efna, eingöngu með hita og raka.  Klefinn er klæddur að utan með svörtu greni en glugga- og dyraumgjarðir eru úr ljósum við. Stór gluggi að framanverðu ásamt glerhurð veitir óhindrað útsýni. Í veggi og bekki klefans er notaður hitameðhöndlaður asparviður sem þykir sérlega heppilegur því hann er mjúkur viðkomu og hitnar ekki um of.

Við hitameðhöndlunina losar viðurinn raka og efnasamsetning hans breytist sem verður til þess að hann verður þéttari og ekki eins viðkvæmur fyrir raka og minna aðgengilegur fyrir örverum.

Þessari saunu fylgir 11 kW Huum hitari með wifi stýringu. Hægt er að stilla ofninn á D fyrir hefðbundna sánu eða H fyrir meiri raka. Falleg baklýsing með birtudeyfi er í bekkjum auk þess sem led-lýsingu hefur verið komið fyrir í skyggni að utan.

Lengd 280.  Breidd: 230. Hæð 248.

 

 

Auroom Wellness

kr. 5.240.000

Í boði sem biðpöntun