Útsýnisgufa

Saunuhúsið er búið stórum útsýnisgluggum, ein hlið hússins er úr níðsterku skyggðu gleri.

Útsýnisgufa

Við stígum út úr gufubaði endurnærð á sál og líkama. Í saunu slaknar á vöðvum og heit gufan hreinsar húð og styrkir öndunarfærin. Regluleg gufuböð auka sannarlega lífsgæði og þá er ekki verra að hafa aðgang að Útsýnisgufu úti í garði eða jafnvel þar sem óspillt náttúra blasir við.

Saunuhúsið er búið stórum útsýnisgluggum, ein hlið hússins er úr níðsterku skyggðu gleri. Klefinn rúmar hæglega sex fullorðna.

Varan kemur samsett og tilbúin til notkunar með Harvia electric 9 kW hitara og vegur um 1200 kg.

Hægt er að staðsetja dyrnar á sánuhúsinu á mismunandi vegu (sjá mynd í myndasafni).

kr. 2.968.000 m. vsk