Lágmark er að vera með orðið (sem á að finnast í leitarvélarniðurstöðum) á sem flestum stöðum, í URL-inu/hlekknum/slóðinni, nafninu á síðunni/vörunni, textanum á síðunni (og passa að hann sé ekki of stuttur…þá gæti verið að síðan sé ekki marktæk að það sé mikil „vitneskja“ þar og síðan álitin „ekki jafn merkileg“).


DÆMI

Ef við skoðum SAUNA þá er ekki skrítið að við skorum ekki hátt þar þar sem þetta orð er hvergi notað hjá okkur https://trefjar.is/?s=sauna

Ef ég Google-a SÁNA þá fæ ég https://trefjar.is/vara/gufubad-sana/ í 3ja sæti (og sé það líka ef ég er ekki loggaður inní google).  Það passar við síðuna sem er með sana í URL-inu, nafninu á vörunni og (að hluta til) í textanum (sánaklefi).  Það væri hægt að bæta inn orðinu SAUNA (í url, nafn og texta) og það gæti skilað miklu…og held að það sé einfaldasta leiðin til (amk einhvers) árangurs.  Líka hægt að vera með aðra vörur sérstaklega fyrir SAUNA…veit ekki hvort það sé eitthvað sniðugra.

Síðan er hægt að fara dýpra…t.d. að sjá hvernig google sér síðuna með einhverju eins og https://totheweb.com/learning_center/tools-search-engine-simulator/ og ef þú prófar https://trefjar.is/vara/gufubad-sana/ þar þá sérðu ýmislegt…t.d. að myndir eru ekki með lýsingu, hvaða orð eru notuð og hvaða orð saman…fyrirsagnir (það gæti verið gott að vera með lykilorðin í fyrirsögnum líka).

Þetta er hægt að bæta með að vinna í efninu á síðunni…eða vörunni (í lýsingunni).


Inní wordpress erum við með ákveðna viðbót til staðar „Yoast SEO“ sem er hægt að stilla á öllum síðum og vörum til að bæta finnanleika og leitarniðurstöður.

Sem dæmi ef þú opnar gufubaðið og ferð að vinna í vörunni þá ættirðu að finna neðar á síðunni „Yoast SEO“ sem er hægt að opna/stækka

Screenshot 2022-10-26 at 20.38.45.png

Þarna sérðu „Focus keyphrase“ sem eru orð(in) sem þú vilt að séu í fókus og sýnileg/finnanleg á leitarvélum.  Það er lika (?) þarna sem fer með þig á síðu sem útskýrir þetta nánar.  Getur byrjað að leika þér með það og fikta til að bæta efnið og uppsetningu og þar með „finnanleikann“.

Aðeins neðar í Yoast er líka „SEO analysis“ sem gefur þér upplýsingar og hugmyndir um hvað má bæta. 

Screenshot 2022-10-26 at 20.39.04.png

Ég hef sjálfur aðeins notað þetta takmarkað til að eiga við tiltekið efni sem var verið að bæta (eins og síðuna „heitir pottar“ (sem er amk enn í 2. sæti hjá mér og þegar ég er ekki loggaður inn…en hef ekki skoðað þetta lengi…vorum lengi ofar en heitirpottar.is …en held að þeir hafi nú ekki þurft að gera mikið til að vera ofar þ.s. URL-ið þeirra er aðeins betra 😀 …en annars hef ég ekki verið að eyða/verja tíma í þetta 😉

Síðan er fínt að vita að breytingar sem þú gerir taka tíma að enda hjá google…Yoast SEO getur hjálpað með að sýna liti fyrir það sem er orðið betra/gott um leið…en google rennir bara reglulega yfir siður og indexar efni og það getur tekið tíma að detta inn hjá þeim.