Eldisker

Flokkur:

Lýsing

Trefjar framleiða eldisker í mörgum stærðum fyrir fiskeldi og má finna ker frá okkur út um allt land.
Við eigum mót af ýmsum stærðum eldiskara en önnur eru framleidd eftir óskum kaupanda og höfum við áralanga reynslu af framleiðslu þeirra.

Eldiskerin eru fáanleg bæði sem hringker og ferhyrnd.
Minnstu ker sem framleidd hafa verið eru 1 x 1 m ( einnig 1m í þverm. Hringlaga) og þau stærstu eru 12m í þvermál og allt þar á milli.
Einnig hafa verið framleiddir fóðurbakkar, í ýmsum stærðum.

Eldiskerin eru sérstaklega framleidd fyrir Íslenskar aðstæður og henta vel fyrir hvers konar fiskeldi og fiskeldisstöðvar s.s.: Laxeldi, bleikjueldi, regnbogasilungseldi, regnbogasilungur, barraeldi, hlýsjávareldi, seiðaeldi, hrognaframleiðsla, klak, hrognafóðrun og startfóðrun.

Sérvara: Hafðu samband til að panta