Flotsett

Frá kr. 14.750

Týpa

Lýsing

Njóttu þín í heita pottinum í djúpri flotslökun með flothettu og fótaflotum.

Settið inniheldur flothettu og 2 stk. fótaflot.

„Við flotáhugafólk höfum komist að því að heitu pottarnir frá Trefjum eru algjörlega frábærir til að stunda heima-flot!
Í pottunum frá Trefjum er hægt að skapa hinar fullkomnu aðstæður fyrir djúpslökun í vatni. Þetta góða slökunar- og vellíðunarástand sem við öðlumst í þyngdarleysi vatnsins dregur úr verkjum í vöðva- og stoðkerfi líkamans og gerir okkur kleift að losa um andlega og tilfinningalega streitu. Það er fátt sem jafnast á við þá upplifun að liggja undir stjörnubjörtum himni umlukin vatninu.
Fyrir hið fullkomna flot þurfum við að gæta að hitastiginu, reyna að stilla það nær líkamshita, 37°, þar sem það er ekki gott að fljóta í of heitu vatni.“

Unnur Valdís Kristjánsdóttir, hönnuður Flothettu