Kúluhús

Flokkur:

Kúluhús frá Trefjum ehf. hafa verið sett upp víðsvegar um landið til margvíslegra nota. Þau henta íslenskri veðráttu sérlega vel því þau eru mjög veðurþolin.

Húsin eru framleidd úr níðsterku trefjaplasti í tveimur stærðum. Annars vegar kúla sem hefur þvermálið 3.4 metra og hins vegar kúla sem hefur þvermálið 4.95 metra.

Húsin henta m.a. sem:

 • Skýli yfir borholur
 • Fjallakofi
 • Geymsluhús
 • Neyðarskýli
 • Verkfæraskúr í sveitina

Bæði húsin eru framleidd með það í huga að þau séu auðveld í flutningi og uppsetningu, t.d. á stöðum þar sem erfitt er að koma að stórvirkum tækjum.

Kúluhúsin eru ljósgrá að lit, Pantone 428C en hægt er að sérpanta í hvaða lit sem er. Auk þess er hægt að fá ýmsan aukabúnað, svo sem:

 • Aukahurðir
 • Glugga
 • Opnanalegan topp
 • Einangrun úr úritan

Málin á stærra húsinu:

 • Þvermál er 4,95 m þar sem það er breiðast
 • Lofthæðin í miðjunni er 2,95 m
 • Flatarmál gólfsins er 19 m2

Um stærra húsið:

 • Smíðað í einingum svo það er mjög auðvelt að flytja það og reisa á staðnum
 • Hægt að reisa og setja saman með handafli
 • Húsið kemur með einni hurð

Málin á minna húsinu:

 • Þvermál er 3,40 m þar sem það er breiðast
 • Lofthæðin í miðjunni er 2,55 m
 • Flatarmál gólfs er 7 m2

Um minna húsið:

 • Hægt að flytja á stórri kerru eða litlum vörubíl
 • Er smíðað í einu lagi og kemur því samsett
 • Húsið kemur með einni hurð