Lýsing
Hitastýringin hleypir í gegnum sig 88 lítrum á mínútu.
Notkunin er þannig að á henni eru tveir blöndunarlokar sem eru stilltir þannig að annar er á u.þ.b. 42°C og hinn er stilltur á u.þ.b. 38°C. Kveikt og slökkt er á lokunum með tveimur snertihnöppum sem eru staðsettir á brún pottsins. Þegar fylla á pottinn er kveikt á báðum hnöppum og rennur þá u.þ.b. 40°C vatn í hann. Þegar potturinn er fullur þá þarf að slökkva á innstreyminu handvirkt. Ef breyta á hitastigi vatnsins í pottinum er hægt að kveikja og slökkva á hvorum loka fyrir sig, og rennur þá ýmist 38, 40 eða 42°C heitt vatn í pottinn eftir því hvort kveikt er á öðrum hvorum lokanum eða báðum.
Ef hitastig rennslis fer upp fyrir 55°C þá lokar stýringin fyrir allt vatnsrennsli til að draga úr líkum á brunaslysum.