Lýsing
Fallegt eldstæði af stærri gerð. Stemningin sem myndast þegar fólk safnast saman við eldinn er ógleymanleg. Bjarminn af logunum lýsir upp andlitin og eldurinn veitir yl í kroppinn. Eldstæðið er líka hannað þannig að reykur og lykt eru í lágmarki. Þeir sem hafa prófað þreytast ekki á að lofsama gripinn.
Hægt að fá sem stakt eldstæði eða í pakka með aukahlutum.
Stakt eldstæði – Innifalið er:
- Eldstæði
Eldstæði með standi – Innifalið er:
- Eldstæði
- Öskupanna sem hægt er að taka úr – auðveldar þrifin
- Standur
Eldstæði ásamt pakka með aukahlutum inniheldur:
- Eldstæði
- Öskupönnu sem hægt er að taka úr – auðveldar þrifin
- Stand
- Burðarpoka – taktu eldstæðið með í ferðalagið
- Neistanet
- Yfirbreiðslu – til að breiða yfir eldstæðið þegar það er ekki í notkun
Stærð (eldstæði og standur)
- Þvermál: 68,5 cm
- Hæð: 50,5 cm
- Þyngd: 20 kg
- Efni: Ryðfrítt stál
Meira um eldstæði