CNC fræs

5 ása CNC fræsivél fyrir stórar einingar úr plasti eða viði

Ný þjónusta

5 ása CNC fræsivél

Við hjá Trefjum bjóðum nú upp á öfluga nýja þjónustu: 5 ása CNC fræsingu fyrir stórar einingar úr plasti eða viði, t.d. mótatimbri, MDF eða Valchromat.

Með þessari háþróuðu tækni getum við unnið flókin form með mikilli nákvæmni fyrir lítil og meðalstór verkefni.

 

Hvað bjóðum við?

  • Hámarksstærð vinnsluhluta: 4000 x 3000 x 1100 mm
  • 5 ása vinnsla – gerir kleift að vinna flókin og þrívíð form í einni uppsetningu
  • Sérhannað fyrir plast- og viðarefni
  • Sérlega hentugt fyrir:
    • Mót og form fyrir sérsmíði, t.d. steypumót og trefjaplast
    • Stórar fyrirmyndir og prototýpur
    • Sérsmíðuð viðar- og plastverkefni

    Kynningarmyndband

    Af hverju Trefjar?

    • Áratuga reynsla í framleiðslu og mótasmíði úr samsettum efnum
    • Hámarks nákvæmni og styttri framleiðslutími
    • Sveigjanleiki í stærð og formi – við tökum að okkur bæði einstaka hluti og stærri
      verkefni – það má auðveldlega raða saman einingum til að mynda enn stærri hluti

    Senda fyrirspurn

    CNC fyrirspurn