Nora

Nora sauna

Nora lyftir stundunum í garðinum upp á nýtt plan – skemmtileg blanda af hlýlegri hefðbundinni saunu og nútímalegum lúxus.

Saunan er smíðuð úr fyrsta flokks hitameðhöndluðu greni sem þolir veður og vind og hentar vel íslensku veðurfari.

Nora er rúmgóð með efri og neðri bekkjum sem eru L-laga. Bekkirnir eru hentugir fyrir þá sem vilja geta legið út af, nú eða til að bjóða nokkrum með til að njóta stundarinnar.

Það sem setur punktinn yfir i-ið er notaleg verönd þar sem hægt er að setjast á lítinn bekk og kæla sig – fullkomin afslöppun.

Nora nýtur sín vel bæði í sveit og borg.

Stærð: B 210 x D 250 x H 222 (Ytra mál með verönd)

Litir

Nora fæst í tveimur litum (ytri klæðningin): Viðarlit eða svört.

Gluggi á bakhlið

Viltu dást að útsýninu? Nora er björt og rúmgóð og hægt er að hafa glugga á bakhliðinni.

Samsetning

Nora sauna kemur ósamsett en hægt er að fá hana afhenta samsetta fyrir aukagjald.

 

Tegund
Hitari
Samsetning