Notkunarleiðbeiningar fyrir saunu
Leiðbeiningar fyrir allar okkar saunur
Áður en saunan er sett upp
- Við mælum með að fara vel yfir leiðbeiningar áður en saunan er tekin í notkun.
- Gakktu úr skugga um að saunan standi ekki í vatni eða í rökum jarðvegi.
- Lestu notkunar- og uppsetningarleiðbeiningar vandlega fyrir öll raftæki í saununni.
- Við mælumst til að öll vinna sem lýtur að raflögnum, þar með talin uppsetning rafmagnsofnsins, sé framkvæmd af löggiltum rafvirkja.
Frágangur viðar
- Til þess að viðurinn í saununni endist lengur skal meðhöndla alla viðarhluta, að utan sem innan, svo sem bekki, veggi og loft með viðeigandi efni (t.d. Tikkurila SUPI Saunasuoja).
- Í ósamsettri saunu skal meðhöndla viðinn á öllum hliðum áður en hún er sett saman og notuð (t.d. með Tikkurila SUPI Laudesuoja).
- Slík meðferð ver viðinn gegn raka og óhreinindum og fegrar yfiborðið.
- Meðhöndlaður viður er einnig auðveldari í þrifum.
- Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á efnunum sem notuð eru og má finna á umbúðum.
- Athugið: Ekki má nota málningu eða lakk – viðurinn verður að geta andað!
Steinarnir og saunan tekin í notkun
- Ofnsteinar skulu settir í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
- Mikilvægt er að hitaelementin séu hulin með steinum því ekki er æskilegt að hella vatni beint á þau. Það getur stytt líftíma þeirra verulega.
- Til að fjarlægja ryk og lykt skal skola ofnsteinana fyrir notkun. Við fyrstu hitun skal hita saununa vel upp í tvær klukkustundir með nægri loftræstingu, bæði meðan á hitun stendur og í nokkurn tíma á eftir. Hafa skal eftirlit með saununni á meðan.
- Við fyrstu hitun setjast efnin sem notuð voru inn í viðinn og mynda vörn. Ekki nota saununa við fyrstu hitun.
- Fylgstu með ástandi ofnsteinanna og skiptu um þá eftir þörfum því það geta komið sprungur í þá með tímanum. Skipta má um þá í einu lagi eða bæta við ef þörf er á.
Regluleg notkun og viðhald
- Til að halda bekkjum snyrtilegum mælum við með notkun handklæða eða renninga til að leggja á sætin.
- Til að hreinsa bekki og aðra viðarhluta skal nota viðeigandi hreinsiefni og fylgja leiðbeiningum framleiðanda þeirra.
Þrif
- Þurrka skal yfir bekkina með hreinum og rökum klút. Ef mikið vatn sullast á gólf eða bekki er mikilvægt að þurrka það upp sem fyrst. Ekki er þörf á að nota vatnsslöngu við þrifin.
- Eftir þrif skal loftræsta rýmið og leyfa yfirborðinu að þorna.
- Að minnsta kosti einu sinni á ári og/eða eftir þörfum:
- Meðhöndla viðarhluta gufubaðsins aftur með viðeigandi efnum (sjá kafla um frágang viðar).
- Þvo skal alla hluta bekkja, að innan sem utan, með sérstöku hreinsiefni (t.d. Tikkurila SUPI Saunapesu) og nota mjúkan bursta eða klút. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda hreinsiefnisins.
- Til að meðhöndla þráláta bletti má nota fínan sandpappír varlega. Meðhöndla skal sandpússað yfirborð aftur með viðeigandi efni (sjá frágang viðar).
- Forðastu háþrýstiþvott og að spúla saununa við þrif.
- Þvo skal veggi og loft með sama hætti og bekkina.
- Gott er athuga skal festingar bekkjanna og herða ef þarf.
Ekki er ráðlegt
- Að hengja upp þvott eða fatnað til þurrkunar – það getur skapað eldhættu. Of mikil raki getur einnig skemmt viðaryfirborð.
- Að hita saununa yfir það hitastig sem tilgreint er af framleiðanda ofns – of mikill hiti getur valdið sprungum eða skemmdum á viðnum og aukið eldhættu.
- Að háþrýstiþvo eða nota slöngu við hreinsun – of mikill raki getur valdið varanlegum skemmdum á viði og byggingarefnum.
Eiginleikar viðarins í saununni
- Viður er náttúrulegt efni og hitabreytingar geta valdið því að hann springi eða aflagist. Þetta fer eftir efni og notkun (hættan er lítil við heimilisnotkun og í hitameðhöndluðum við).
- Viðurinn næst ofninum getur dökknað með tímanum eða við mikla notkun.
- Hitameðhöndlaður viður getur gefið frá sér sérstaka lykt við fyrstu notkun, en sú lykt hverfur smám saman.
Samsetning
Leiðbeiningarmyndband um hvernig á að setja saman Luma Comfy?