Pergólur

fyrir garðinn og veröndina

Vandaðar pergólur

Við bjóðum uppá sterkbyggðar pergólur úr áli. Val er um þrjár gerðir með misþykkum álramma (IM15, IM18 og IM22), enda aðstæður og veðurlag ólíkt frá einum stað til annars. Ramminn er rækilega festur saman án sýnilegra skrúfa og því sérlega stílhreinn. Þakrimlana má opna eða loka alveg og fást bæði með rafstýringu og handknúnir. Auk þess er hægt er að fá tjöld til að loka og opna hliðum.

Innbyggt lagnakerfi fyrir vatn

Tjöld veita skjól og loka pergólunni

Stærðir og gerðir

Við bjóðum upp á pergólur sem eru 3×3 og 3×4 (ýmist 2,5 m á hæð (IM15 og 18) eða 2,7 m á hæð (IM22)). Svo er það aðeins mismunandi eftir tegundum hvaða litir eru í boði: svartur, hvítur, grár eða brúnn. Pergólurnar fást bæði rafdrifnar og handknúnar.

Veldu þína pergólu

IM15

IM15 er nútímaleg og smekkleg pergóla. Þakið opnast og lokast auðveldlega. Viltu hleypa sólinni í gegn eð komast í skjól undan roki, rigningu eða snjó? Glæsileg hönnun án sjáanlegra skrúfa. IM15 er tilvalin á pallinn eða í bakgarðinn og þolir 12 cm snjólag.

Hæð: 2,5 m   Lengd: 3 eða 4 m   Breidd: 3 m

IM18

Álpergóla skapar skemmtilegt rými í garðinum. Viltu komast í skjól þegar þú grillar eða matast? Frístandandi laufskáli með fjölbreyttum möguleikum. Stílhrein og endingargóð hönnun. IM18 er veðurþolin því hún er enn sterkbyggðari, þolir 30 cm snjólag.

Hæð: 2,5 m   Lengd: 3 eða 4 m   Breidd: 3 m

Myndir og upplýsingar um IM18

IM22

IM-22 er frábær kostur fyrir garðeigendur á Íslandi. Einnig gæti hún nýst vel á útisvæði kaffi- og veitingahúsa. Þannig má fjölga gestunum árið um kring. Vel mögulegt að tengja saman margar einingar. Samkvæmt framleiðanda er burðargeta IM22 allt að 100 kg/m3 og þolir hún vindstyrk upp í 40 m/sek.

Hæð: 2,7 m   Lengd: 3 eða 4 m   Breidd: 3 m

Myndir og upplýsingar um IM22

Dæmi um útfærslur

Uppsetning pergólu

Hérna fyrir neðan er myndband af uppsetningu af pergólu sem útskýrir samsetningarferlið.

Leiðbeiningar fyrir pergólur

Hér má finna leiðbeiningar yfir allt sem tengist uppsetningu og viðhaldi á pergólum.

Komdu og fáðu nánari upplýsingar

Komdu til okkar að Óseyrarbraut 29 í Hafnarfirði til að fá nánari upplýsingar um pergólurnar.