Leiðbeiningar fyrir pergólur
Hér má finna leiðbeiningar yfir allt sem tengist uppsetningu og viðhaldi á pergólum.
Hvernig á að tengja fjarstýringuna sem fylgir pergólunni?
Endurstilla (reset):
1. Aftengja rafmagn
2. Velja það sem á að endurstilla
3. Halda „upp-takkanum“ inni í 5 sek. eða þar til það kemur stöðugt rautt ljós á
fjarstýringuna
4. Tengja rafmagn
5. Sleppa „upp-takkanum“ og halda inni Learn-takka aftan á fjarstýringu í 10 sek.
Forrita:
1. Aftengja rafmagn
2. Velja takkann á fjarstýringu sem á að forrita
3. Halda „upp-takkanum“ inni í 5 sek eða þar til það kemur stöðugt rautt ljós á
fjarstýringuna
4. Setja bara mótorinn sem á að hreyfast í samband
5. Sleppa „upp-takkanum“ og ýta síðan einu sinni á hann aftur
6. Ef mótor snýst í öfuga átt þá þarf að endurtaka forritunarferlið en í síðasta skrefinu þarf
að ýta einu sinni á „niður-takkann“ í staðinn fyrir „upp-takkann“

Uppsetning pergólu
Hérna fyrir neðan er myndband af uppsetningu af pergólu sem útskýrir samsetningarferlið.
Komdu og fáðu nánari upplýsingar
Komdu til okkar að Óseyrarbraut 29 í Hafnarfirði til að fá nánari upplýsingar um pergólurnar.