Luma
Luma sauna
Luma er falleg útisauna úr hitameðhöndluðum viði. Það er auðvelt að koma henni fyrir, nánast hvar sem er. Ef þú vilt eiga friðsæla og nærandi saunustund, heldur Luma vel utan um þig því hún er vönduð og hlýleg.
Luma er hönnuð með þægindi og endingu í huga. Litla veröndin fyrir utan er sjarmerandi. Bekkirnir eru þægilegir til að kæla sig niður og slaka á milli saunustunda.
Í Lumu eru bekkir hvoru megin sem hentar vel þegar fleiri en einn koma saman. Sumir vilja nefnilega geta horfst í augu í þýðingarmiklum samræðum.
Stærð
L 260 cm – B 229 cm – H 238 cm
Litir
Luma fæst í tveimur litum (ytri klæðningin): Viðarlit eða svört.
Gluggi
Viltu dást að útsýninu? Luma er björt og rúmgóð og hægt er að hafa hálfan eða heilan glugga á bakhliðinni.
Hitari
Hægt er að velja um mismunadi tegundir hitara. Ef hálfur gluggi er valinn þá mælum við með vegghendga hitaranum. Ef heill gluggi er valinn þarf hitarinn að vera frístandandi. Vertu velkominn í verslunina okkar til að fá allar upplýsingar um hitara sem hentar þér.
Samsetning
Luma sauna kemur ósamsett en hægt er að fá hana afhenta samsetta fyrir aukagjald.
Leiðbeiningar
Hvernig á að setja saman Luma Comfy?