Blómaskel – Tilbúin til tengingar


Plug and play! Blómaskel í ramma er tilbúin til tengingar. Rúmgóður fjölskyldupottur sem hægt er að koma fyrir með lítilli fyrirhöfn.

  • Einföld form gera hann þægilegan í umgengni.
  • Það er létt verk að þrífa Blómaskel.
  • Það má auðveldlega koma pottinum fyrir á palli, á stétt eða hvar sem er á sléttu undirlagi.
  • Ramminn utan um pottinn er úr níðsterku og endingargóðu trefjaplasti með samlitri viðarklæðningu.
  • Með pottinum fylgir handstýrður kúluloki en við mælum með að hafa hann rafstýrðan og þá hefur þú möguleika á Wifi-tengingu.
  • Blómaskelin rúmar marga miðað við stærð og rúmmál.
size
Stærð 2x2m
volume
Rúmmál 1300 lítrar
people
6-7 manns

Settu saman pottinn þinn

Litur
Hitastýring
Við mælum með sjálfvirkri hitastýringu
Ljós
Nudd
Lok
Við mælum með einangruðu loki
Hafðu samband við sala@trefjar.is fyrir upplýsingar um framleiðslutíma.

Upplýsingar

Potturinn kemur einangraður og tilbúinn til tengingar, þ.e. komið er niðurfall, tenging fyrir inntak og tvö yfirföll.

Leiðbeiningar

Frekari upplýsingar um uppsetningu og góð ráð má finna á Leiðbeiningasíðunni. Þar er meðal annars að finna bækling sem þú færð afhentan með heita pottinum.

Aukahlutir

Bættu við aukahlutum til þess að laga pottinn að þínum þörfum

Hitastýring

Allir heitir pottar verða að hafa hitastýringu

Við bjóðum upp á þrjár gerðir af hitastýringum. Sjá Hitastýringar í netversluninni.

Vatnsnudd

Njóttu þess að láta nudda þig í heita pottinum

Bættu vatnsnuddi við pottinn og með einum takka er komið nudd beint í pottinn þegar þér hentar. Hægt er að velja um tvenns konar uppsetningu á nuddkerfi í alla potta frá okkur:
Fjögurra stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi
Sex stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi

Ljós

Þægileg lýsing á kvöldin

Ljós í pottinum er frábær viðbót. Það veitir fallega lýsingu þegar að farið er að rökkva. Í stað þess að vera með útiljósin kveikt er hægt að skapa notalega stemmningu þar sem ljósin eru innbyggð í pottinn.

Ljós fyrir pott

Einangrað lok

Létt og meðfærilegt

Lok

Verðu pottinn og verndaðu aðra

Gott er að geta lokað pottinum til að forðast að óhreinindi fjúki ofan í hann á meðan hann er að fylla sig eða þegar ekki er verið að nota hann.
Þegar börn eru að leik í kringum pottinn er kostur að geta lokað honum þannig að engin hætta sé á að smáfólkið detti ofan í hann. Ávallt er mikilvægt að sýna aðgát þar sem börn eru að leik og tryggja að potturinn sé ekki slysagildra.

Pottar fyrir íslenskar aðstæður

 

Yfirborð pottanna er úr hágæða akrýl – einstaklega sterku plastefni sem er fallegt í áferð og mjög auðvelt að þrífa. Akrýlið hrindir frá sér gróðri og óhreinindum, sem gerir það fullkomið fyrir heitar laugar í íslensku veðurfari.

Undir yfirborðinu er sterkt lag úr trefjaplasti (fiberglass) sem gerir pottinn sjálfberandi. Því þarf ekki að smíða flókna burðargrind, og potturinn heldur lögun sinni ár eftir ár – jafnvel í miklum hita- og kuldasveiflum.

Ysta lagið er kraftmikil einangrun (úretan) sem dregur úr varmatapi og tryggir hagkvæman rekstur. Þetta þriggja laga kerfi – akrýl, trefjaplast og einangrun – er vandlega hannað til að standast krefjandi íslenskt veður og tryggja að pottarnir frá Trefjum séu endingargóðir, sparneytnir og ánægjulegir í notkun.