Bylgjuskel


Bylgjuskel er stílhreinn hringlaga pottur. Hún sómir sér víðast hvar vel. Þessi pottur verður oft fyrir valinu þar sem verið er að leika sér með form og liti.

  • Bylgjuskelin er fáanleg bæði með og án yfirfallsrennu og einnig hægt að fá í ramma sem er klæðning utan um pottinn.
  • Yfirfallsrennan býður upp á öflugan hreinsunarbúnað.
  • Það er létt verk að meðhöndla Bylgjuskelina og býður hún upp á ýmsar skemmtilegar lausnir þegar kemur að frágangi.

Yfirfallsrenna
Hægt að fá pottinn með yfirfallsrennu þannig að vatnið flæðir yfir brúnina og skapa svokallað „infinity-look“.

size
Stærð 1.94×1.94m
(2.5×2.5m með yfirfallsrennu)
volume
Rúmmál 1200 lítrar
people
7 manns

Settu saman pottinn þinn

Litur og yfirfallsrenna
Rammi
Bylgjuskel í ramma kemur með viðarklæðningu, á fótum og með handvirkum loka
Fittingspakki
Við mælum með Fittingspakka 2
Hitastýring
Við mælum með sjálfvirkri hitastýringu
Ljós
Nudd
Lok
Við mælum með einangruðu loki
Fætur
Hafðu samband við sala@trefjar.is fyrir upplýsingar um framleiðslutíma.

Upplýsingar

Potturinn kemur einangraður og tilbúinn til tengingar, þ.e. komið er niðurfall, tenging fyrir inntak og tvö yfirföll.

Leiðbeiningar

Frekari upplýsingar um uppsetningu og góð ráð má finna á Leiðbeiningasíðunni. Þar er meðal annars að finna bækling sem þú færð afhentan með heita pottinum.

Teikningar af Bylgjuskel

Teikningar af Bylgjuskel með yfirfallsrennu

Bylgjuskel í ramma

Fáðu Bylgjuskelina tilbúna með viðarklæðningu sem er fest á sérútbúna gjörð sem bætt er við pottinn í framleiðslu. 

Klæðning

Klæðningin utan um pottinn er úr gagnvarinni furu, 22*34. Auðvelt er að losa klæðninguna frá ef þarf því viðurinn er skrúfaður á sérútbúna gjörð úr trefjaplasti sem umlykur þennan pott. Potturinn afhendist með ómálaðri klæðningu svo þú getir málað í þínum uppáhaldslit.

Aukabúnaður

Bylgjuskel í ramma kemur tilbúin til tengingar með tveggja metra barka, niðurfalli með botnstykki, yfirfalli og handvirkum loka.

Við bjóðum auk þess upp á vandaðar sjálfvirkar hitastýringar meðmöguleika á wifi-tengingu og rafstýrðan loka.

Fáanlegir sem par

Bylgjuskel og Kaldaskel er hægt að fá í ramma og mynda saman smekklegt par af köldum og heitum potti.

Aukahlutir

Bættu við aukahlutum til þess að laga pottinn að þínum þörfum

Hitastýring

Allir heitir pottar verða að hafa hitastýringu

Við bjóðum upp á þrjár gerðir af hitastýringum. Sjá Hitastýringar í netversluninni.

Vatnsnudd

Njóttu þess að láta nudda þig í heita pottinum

Bættu vatnsnuddi við pottinn og með einum takka er komið nudd beint í pottinn þegar þér hentar. Hægt er að velja um tvenns konar uppsetningu á nuddkerfi í alla potta frá okkur:
Fjögurra stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi
Sex stúta – Kemur tilbúið ísett með nudddælu, tengiboxi og starthnappi

Ljós

Þægileg lýsing á kvöldin

Ljós í pottinum er frábær viðbót. Það veitir fallega lýsingu þegar að farið er að rökkva. Í stað þess að vera með útiljósin kveikt er hægt að skapa notalega stemmningu þar sem ljósin eru innbyggð í pottinn.

Ljós fyrir pott

Einangrað lok

Létt og meðfærilegt

Lok

Verðu pottinn og verndaðu aðra

Gott er að geta lokað pottinum til að forðast að óhreinindi fjúki ofan í hann á meðan hann er að fylla sig eða þegar ekki er verið að nota hann.

Þegar börn eru að leik í kringum pottinn er kostur að geta lokað honum þannig að engin hætta sé á að smáfólkið detti ofan í hann. Ávallt er mikilvægt að sýna aðgát þar sem börn eru að leik og tryggja að potturinn sé ekki slysagildra.

Pottar fyrir íslenskar aðstæður

 

Yfirborð pottanna er úr hágæða akrýl – einstaklega sterku plastefni sem er fallegt í áferð og mjög auðvelt að þrífa. Akrýlið hrindir frá sér gróðri og óhreinindum, sem gerir það fullkomið fyrir heitar laugar í íslensku veðurfari.

Undir yfirborðinu er sterkt lag úr trefjaplasti (fiberglass) sem gerir pottinn sjálfberandi. Því þarf ekki að smíða flókna burðargrind, og potturinn heldur lögun sinni ár eftir ár – jafnvel í miklum hita- og kuldasveiflum.

Ysta lagið er kraftmikil einangrun (úretan) sem dregur úr varmatapi og tryggir hagkvæman rekstur. Þetta þriggja laga kerfi – akrýl, trefjaplast og einangrun – er vandlega hannað til að standast krefjandi íslenskt veður og tryggja að pottarnir frá Trefjum séu endingargóðir, sparneytnir og ánægjulegir í notkun.