Heitir pottar
Trefjar hafa framleitt heita potta sem hafa rækilega sannað sig
á íslenska markaðnum þrátt fyrir erfiða veðráttu.
Blómaskel
Blómaskel er mest seldi pottur Trefja. Hann er í hentugri stærð og það tekur stutta stund að láta renna í hann.
Perluskel
Perluskelin er einn vinsælasti pottur Trefja. „Stílhreinnn, rúmgóður, þægilegur og auðveldur í þrifum“.
Hægt að fá með yfirfallsrennu.
Unaðsskel
Þetta er potturinn fyrir stórfjölskylduna þar sem vel fer um alla. Sá eini „rétti“ í sumarhúsið.
Hörpuskel
Látlaust form einkennir Hörpuskelina. Hún er stór og rúmar því vel alla fjölskylduna.
Bláskel
Bláskel er fyrsti potturinn sem var framleiddur í Trefjum og hefur notið mikilla vinsælda alla tíð.
Bylgjuskel
Bylgjuskel er stílhreinn hringlaga pottur sem sómir sér víðast hvar vel.
Hægt að fá með yfirfallsrennu.
Ölduskel
Ölduskelin er stór pottur sem hentar vel þar sem koma þarf mörgum fyrir í einu.
Hægt að fá með yfirfallsrennu.
Sindraskel
Sindraskel er nýr pottur og sá stærsti sem við framleiðum og hentar sérstaklega vel þar sem koma þarf mörgum fyrir.
Hægt að fá með yfirfallsrennu.
Rafhitaður pottur
Við smíðina er áhersla lögð á potturinn og búnaðurinn sé einfaldur og traustur.
Tilbúinn til tengingar
Plug and play! Blómaskel í ramma, tilbúin til tengingar. Rúmgóður fjölskyldupottur sem hægt er að koma fyrir með lítilli fyrirhöfn.
Kaldaskel
Víxlböð hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Nú bjóðum við upp á minni pott sem kallast Kaldaskel og hentar vel fyrir kalt bað.
Hitamælar
Til að fylgjast með hitanum
Hreinsivörur
Allt fyrir þrif og viðhald
Vellíðan & skemmtun
Allt til að njóta og hafa gaman
Tröppur
Auðvelda aðgengið að pottnum
Aukabúnaður
Allt fyrir vatn og stýringu
Lok & festingar
Lok til að verja pottinn
Hitastýringar
Stýring fyrir heita vatnið
Útisturta
Tilvalin í garðinn

Nuddpottar
Trefjar hafa framleitt nuddpotta sem hafa rækilega sannað sig á íslenska markaðnum þrátt fyrir erfiða veðráttu.
Allir heitu pottarnir okkar er fáanlegir með nudd sem aukabúnað. Þú getur því fundið þann pott sem þér þykir bestur og fengið hann sem nuddpott. Skoðaðu úrvalið af heitu pottunum hjá okkur og hafðu samband.

Leiðbeiningar fyrir heita potta
Hér má finna leiðbeiningar yfir allt sem tengist uppsetningu og viðhaldi á heitum pottum.

Pottar fyrir íslenskar aðstæður
Yfirborð pottanna er úr hágæða akrýl – einstaklega sterku plastefni sem er fallegt í áferð og mjög auðvelt að þrífa. Akrýlið hrindir frá sér gróðri og óhreinindum, sem gerir það fullkomið fyrir heitar laugar í íslensku veðurfari.
Undir yfirborðinu er sterkt lag úr trefjaplasti (fiberglass) sem gerir pottinn sjálfberandi. Því þarf ekki að smíða flókna burðargrind, og potturinn heldur lögun sinni ár eftir ár – jafnvel í miklum hita- og kuldasveiflum.
Ysta lagið er kraftmikil einangrun (úretan) sem dregur úr varmatapi og tryggir hagkvæman rekstur. Þetta þriggja laga kerfi – akrýl, trefjaplast og einangrun – er vandlega hannað til að standast krefjandi íslenskt veður og tryggja að pottarnir frá Trefjum séu endingargóðir, sparneytnir og ánægjulegir í notkun.
Getum við aðstoðað
Einnig er þar mikið úrval að smávörum fyrir pottaeigendur.